Aðalfundur 2025
Þriðjudaginn 18. mars kl. 20:00 verður aðalfundur Hollvinasamtaka Lækjarbotna haldinn í Hvannhólma 24, Kópavogi, neðri hæð (húsnæði Stroku)
Allir sem hafa áhuga á að styðja við starfsemi Waldorfskólanna í Lækjarbotnum eru hjartanlega velkomnir.
Dagskrá aðalfundar:
- kosning fundarstjóra og fundarritara
- skýrsla stjórnar lögð fram
- reikningar lagðir fram til samþykktar
- lagabreytingar
- ákvörðun félagsgjalds
- kosning stjórnar
- önnur mál: fjáraflanir, úthlutunarreglur, listrænt