Ef þú ert hollur Vinur Waldorf færðu send fréttabréf um starfsemina í Lækjarbotnum og einnig áminningu ef einhverjir viðburðir eru á döfinni.

Þér gefst tækifæri á að styrkja starfsemina í Lækjarbotnum með fjárhagslegum stuðningi en öll árgjöld samtakanna fara í uppbyggingu og tækjakaup.

Árlega verður haldinn fjölskyldudagur á svæði Lækjarbotna fyrir meðlimi Hollvinasamtakanna en einnig munu samtökin taka þátt í öðrum viðburðum sem verða kynntir frekar á facebook og heimasíðu samtakanna.

Meðlimur hefur alltaf möguleika á því að taka þá í opinni umræðu um stöðu mála á árlegum fundi samtakanna.